Grænn apríl – pappír

DalabyggðFréttir

Framleiðsla á pappír er mjög auðlinda- og orkukrefjandi. Eitt tonn af pappír krefst tveggja til þriggja tonna af trjám auk mikils magns af vatni og orku.
Á heimsvísu er pappírsiðnaður fimmti orkufrekasti iðnaðurinn og notar meira af vatni fyrir hvert framleitt tonn en nokkur annar iðnaður.
Við endurvinnslu á pappír þarf minni orku og færri ný tré til framleiðslunnar. Loftmengun við endurvinnslu verður um 75% minni og vatnsmengun um 35% minni en við frumvinnslu pappírs.
Ekki má heldur gleyma því að urðun sorps er ekki ókeypis, sem eykur enn á hagkvæmni endurvinnslu. Lengir endurvinnsla þannig líftíma urðunarstaða, því hvert tonn að pappír tekur um 3 rúmmetra í urðun.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei