Rauða fjöðrin

DalabyggðFréttir

Landssöfnun Lions 8. – 10. apríl 2011.
Helgina 8. – 10. apríl fer fram landssöfnun Lions, Rauða fjöðrin, til styrktar TALGERVLA-verkefni Blindrafélagsins. Talgervill er tölvubúnaður sem breytir texta á tölvutæku formi í upplestur.
Nýr vandaður íslenskur talgervill mun hafa mjög jákvæð áhrif á lífsgæði mörg þúsund blindra, sjónskertra, lesblindra og hreyfihamlaðra íslendinga. Verkefnið er einnig verðmætt málræktarverkefni fyrir íslenska tungu á tölvuöld.
Lionsklúbbur Búðardals verður með söfnunarbauka í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, laugardaginn 9. apríl frá kl. 10:00 – 22:00.
Posi verður á staðnum
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei