1. maí samkoma í Dalabúð

DalabyggðFréttir

Starfsmannafélag Dala- og Snæfellssýslu og Stéttarfélag Vesturlands standa sameiginlega að samkomu í Dalabúð á baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí nk. Húsið opnar kl. 15:00 og eru veitingar í boði.

Upplýsingar um kosningar

DalabyggðFréttir

Í ljósi þeirrar umræðu sem er í samfélaginu um komandi sveitarstjórnarkosningar eru hér upplýsingar sem gætu komið að notum. Upplýsingarnar voru sóttar á vef Alþingis, www.althingi.is, og á vefinn www.kjosa.is:

Firmakeppni og reiðsýning

DalabyggðFréttir

Milli 50 og 60 manns tóku þátt í firmakeppni Hesteigendafélags Búðardals á sumardaginn fyrsta. Börn á reiðnámskeiðum hjá Glað voru síðan með glæsilega reiðsýningu. Skjöldur Orri Skjaldarson stýrði keppninni. Dómarar voru Freyja Ólafsdóttir og Herdís Erna Gunnarsdóttir. Í nefndinni voru Gunnar Örn Svavarsson, Skjöldur Orri Skjaldarson, Svala Svavarsdóttir og Þórður Ingólfsson. Fjöldi fyrirtækja og annara velunnara styrktu framtakið og eiga …

Bæjarhreinsun Stíganda

DalabyggðFréttir

Skátafélagið Stígandi verður með bæjarhreinsun fimmtudaginn 6. maí kl. 15:15. Allir velkomnir að hjálpa til við að gera bæinn hreinan og fínan. Mæting við Dalabúð kl. 15:15. Skátafélagið Stígandi

Kynningarfundur um norræna og evrópska menningarsjóði

DalabyggðFréttir

Kynningarfundur um norræna og evrópska menningarsjóði verður í Leifsbúð þriðjudaginn 27. apríl, klukkan 10:00-12:00. Norrænu upplýsingaskrifstofan á Akureyri, Norræna húsið og Upplýsingaþjónusta menningaráætlunar Evrópusambandsins í samstarfi við Menningarráð Vesturlands og Menningarráð Vestfjarða og aðra, boða til kynningarfundar á norrænum og evrópskum menningarsjóðum. Flestir þeir sem vinna með menningartengd verkefni þurfa að sækja um styrki til fjármögnunar þeirra. Til hvaða verkefna, …

Vorfundur Sögufélags Dalamanna

DalabyggðFréttir

Sögufélagið hefur fengið Einar Kárason rithöfund til að koma á vorfund þess og tala um Sturlungaöldina. Einar hefur kynnt sér efni Sturlungu betur en flestir og sett söguefnið fram á nýstárlegan hátt í bókunum Óvinafagnaður og Ofsi. En Einar hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2009 fyrir Ofsa. Fundurinn er í Leifsbúð, miðvikudaginn 28. apríl og hefst klukkan 20:00. Minnum á veitingarnar …

Opinn íbúafundur Hollvinasamtaka Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Hollvinasamtök Dalabyggðar boða til opins fundar þriðjudaginn 27. apríl í Dalabúð. Fundurinn hefst kl. 20:30. Fundurinn er öllum opinn sem áhuga hafa á málefnum sem snúa að samfélaginu í Dölum. Fundurinn er hugsaður sem opinn vettvangur fyrir íbúa Dalabyggðar til að ræða hagsmunamál sín, m.a. væntanlegar kosningar til sveitarstjórnar. Hvernig viljum við sjá byggðina okkar? Viljum við sjá sumarhátíðir? Þetta …

Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds á Bjargi

DalabyggðFréttir

  Söngur, grín og gleði. Þann 1. maí næstkomandi kl. 22.00 verða þeir félagar staddir á Bjargi og ætla að skemmta Dalamönnum eins og þeim einum er lagið. Þessir víðförlu menn segja óformlega sögu dægurlaga og skemmtanna á Íslandi um áratuga skeið. Samanlögð reynsla þeirra á þessum miðum er um eitthundrað ár svo af nógu er að taka. Þeir fóru …

Spurningin

DalabyggðFréttir

Niðurstöður síðustu tveggja spurninga. Í hvað margar fermingarveislur. 0 24,1 % 1 33,3 % 2 20,7 % 3 11,5 % 4 5,7 % 5 eða fleiri 4,6 % Hvaða Hákon var konungur Noregs 1262? Hákon hárfagri 33,3 % Sá hárfagri hét Haraldur og ríkti 872-931 Hákon háleggur 6,2 % Ríkti 1299-1319 Hákon harmdauði 0,0 % Ríkti 1202-1204 Hákon gamli 56,2 …

Firmakeppni og reiðsýning

DalabyggðFréttir

Hestamannafélagið Glaður og Hestaeigendafélag Búðardals standa sameiginlega fyrir dagskrá í hesthúsahverfinu í Búðardal á sumardaginn fyrsta, þann 22. apríl n.k. Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til að heimsækja hesthúsin og athafnasvæði hestamanna og fylgjast með skemmtilegri dagskrá. Einhver hesthús verða opin og er öllum velkomið að kíkja í heimsókn til okkar. Dagskrá: 13:00 Firmakeppni Hestaeigendafélags Búðardal á reiðvellinum 15:30 Reiðsýning nemenda …