Reiðnámskeið Glaðs

DalabyggðFréttir

Skráningarfrestur á reiðnámskeið Glaðs er til 20. janúar. Kennt verður einu sinni í viku í klukkutíma í senn. Reiðkennslan verður á virkum dögum, seinni part dags og byrjar í vikunni 30. janúar – 3. febrúar. Kennt verður fram í byrjun maí. Nánari upplýsingar um skráningu og verð má finna á heimasíðu Glaðs.
Það verður raðað í hópa eftir aldri og hvar einstaklingar eru staddir í íþróttinni. Haft verður samband við þátttakendur þegar raðað hefur verið í hópa og tímasetning fyrir hvern hóp komin á hreint. Reynt verður eftir fremsta megni að hliðra til fyrir börn sem stunda aðrar íþróttir.

Reiðkennari verður Skjöldur Orri Skjaldarsson. Kennsla fer fram í reiðhöllinni í Búðardal. Námskeiðsgjald er kr. 10.000 en veittur verður systkinaafsláttur, 1.000 kr.

Hestamannafélagið Glaður

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei