Góð mæting á tónleika í Hjarðarholtskirkju

DalabyggðFréttir

Það er óhætt að segja að Dalamenn hafi verið ánægðir með jólagjöfina frá óþekkta aðdáandanum, sem tók forskot á jólin og bauð upp á aðventutónleika í Hjarðrarholtskirkju um helgina. Af 710 íbúum Dalabyggðar þá mættu um 180 manns, eða um 25% íbúanna. Þá var aðventustemning og góð mæting í Leifsbúð þar sem nokkrir jólaenglar voru með fjáröflun fyrir mæðrastyrksnefnd með sölu veitinga og skemmtunar. Grýla og jólasveinar komu í heimsókn og Dalamenn fengu að hlýða á nýja jólalagið sem Íris Guðbjartsdóttir frumflutti fyrir gestina.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei