Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

49. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn fimmtudaginn 19. nóvember 2009 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal og hefst kl. 16:00 Dagskrá:1. Skýrsla sveitarstjóra.2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 20. október 2009. 3. Fundargerð byggðarráðs frá 3. nóvember 2009. 4. Fundargerð fræðslunefndar frá: a) 19. október 2009. b) 28. október 2009. c) 3. nóvember 2009.5. Minnisblað frá lögfræðisviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 28. október sl., …

Samvinna tónlistarmanns og ljósmyndara

DalabyggðFréttir

Á YouTube má finna afrakstur samvinnu Írisar Bjargar Guðbjartsdóttur tónlistarmanns og Björns Antons Einarssonar ljósmyndara, minnir þetta okkur á að það styttist í jólin. Smellið hér til að skoða myndbandið

Guðrúnarlaug og blygðunarhúsið

DalabyggðFréttir

Strax er farið að bera á vaxandi umferð að Laugum vegna Guðrúnarlaugar og blygðunarhússins sem þar er risið. Guðrúnarlaug er opin fyrir gesti og gangandi og er ekkert því til fyrirstöðu að fólk komi og njóti þessarar nýjustu afurðar Dalamanna í menningartengdri ferðaþjónustu.

Föndurvörur fyrir jólin

DalabyggðFréttir

Eldri borgarar, aðrir Dalamenn og nærsveitungar athugið! Sunnudaginn 15. nóvember kl:1400 – 17:00verður Verslunin Hlín á Hvammstanga í heimsókn á Silfurtúnimeð ýmsar vörur til föndurs fyrir jólin og ekki fyrir jólin. Tilvalið tækifæri fyrir foreldrafélög á svæðinu til að koma og skoða efni til jólaföndurs og verða bæklingar og sýnishorn á staðnum. Trévara, kortagerðarvörur, filttöskur, perlur, útsaumur, og margt margt …

Endurskoðuð fjárhagsáætlun – betri afkoma

DalabyggðFréttir

Byggðarráð Dalabyggðar vísaði í dag endurskoðaðri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins vegna ársins 2009 til afgreiðslu í sveitarstjórn. Niðurstaða endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar er 12,1 m.kr. afgangur frá rekstri samstæðunnar. Um er að ræða viðsnúning upp á 49 m.kr. frá samþykktri áætlun ársins þar sem gert var ráð fyrir 37 m.kr. halla. Jafnframt var lagt fram minnisblað frá KPMG endurskoðun um reiknisskilareglur. Byggðarráð samþykkir að …

Heilsugæslan – hápólitískur gamanleikur

DalabyggðFréttir

Leiksýning í Dalabúð 12. nóvember kl. 20:30 Við hrósum okkur yfir háum meðalaldri, þjónustu í hæsta gæðaflokki og frábærum læknum. En er kerfið eins gott og af er látið? Er það hugsanlega farið að vinna gegn tilgangi sínum? Er aukinni eftirspurn sjúkdóma svarað með meira framboði? Hvaða tilgangi þjónar góð heilsa? Metum við líf í magni eða gæðum? Leikritið, Heilsugæslan, …

Heimsóknavinanámskeið 4. nóvember

DalabyggðFréttir

Heimsóknavinanámskeið í Rauða kross húsinu miðvikudaginn 4. nóvember 2009 kl. 18:00 Hefur þú tíma aflögu ? Búðardalsdeild RkÍ óskar eftir sjálfboðaliðum til að gerast heimsóknavinir. Hlutverk heimsóknavina er að veita félagsskap, rjúfa einsemd og félagslega einangrun fólks með heimsóknum á einkaheimili og stofnanir. Undirbúningsnámskeið verður haldið í húsnæði deildarinnar að Vesturbraut 12 í Búðardal, miðvikudaginn 4. nóvember kl. 18. Upplýsingar …

Villibráðarveislur í Hótel Bjarkalundi

DalabyggðFréttir

Jólaboðarnir eru snemma á ferðinni sumir hverjir. Hið árlega jóla- og villibráðarhlaðborð í Hótel Bjarkalundi verður laugardagskvöldin 14. og 21. nóvember og verður með svipuðu sniði og verið hefur. Í fyrra var það líka haldið með viku millibili á sama tíma í nóvember við góðar undirtektir. Æskilegt er að borð séu pöntuð með góðum fyrirvara. Matseðillinn liggur ekki enn fyrir …

Forsetinn í heimsókn

DalabyggðFréttir

Það var mikil gleði í dag þegar forsetinn Hr. Ólafur Ragnar Grímsson sótti Dalina heim. Eftir stuttan fund með sveitarstjórn fór forsetinn á fund starfsmanna og barna í Auðarskóla í Búðardal. Hann heimsótti allar bekkjardeildir skólans og lauk heimsókn sinni á tónleikum með hljómsveitinni FM Belfast. Þar var mikil gleði ríkjandi eins og meðfylgjandi myndir sýna. Dagskráin heldur áfram í …

Forsetinn heimsækir Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Forseti Íslands Herra Ólafur Ragnar Grímsson mun sækja Dalabyggð heim á morgun, föstudaginn 23. október. Forsetin mun heimsækja fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu. Hann mun m.a. sækja heim DvalarheimiliðSilfurtún, MS í Búðardal og Auðarskóla þar sem FM Belfast mun stíga á stokk.Forsetinn situr einnig málþing og stofnfund ungra bænda í Dalabúð auk þess að taka þátt í vígsluathöfn Guðrúnarlaugar.