Málþing að Nýp á Skarðsströnd, Dalabyggð, laugardaginn 25. júlí kl. 15:00

DalabyggðFréttir

Mulier spectabilis: Ólöf Loftsdóttir Helga Kress, prófessor í almennri bókmenntafræðivið Háskóla Íslands, fjallar um Ólöfu ríku á Skarði, Skarðsströnd Um fáar miðaldakonur hafa myndast jafnmiklar sagnir og Ólöfu ríku Loftsdóttur (1410-79) en hún stýrði á sínum tíma stórbúi á Skarði á Skarðströnd ásamt bónda sínum Birni Þorleifssyni, sem talinn var ríkasti maður landsins. Flestar þessara sagna tengjast á einhvern hátt …

Aukaleikara vantar í Laxdælu Lárusar

DalabyggðFréttir

Tökur eru hafnar á mynd Ólafs Jóhannessonar „Laxdælu Lárusar Skjaldarssonar“ og er tekið upp víðsvegar í Dalabyggð. Nokkrar hópsenur eru í myndinni og vantar statista í þau hlutverk. 25. júlí vantar fólk til að vera við jarðaför 27. júlí vantar nokkra menn að tefla skák 28. júlí vantar fólk á framboðsfund 30. júlí vantar fjölmenni á skemmtun (börn og fullorðna) …

Mikið um að vera í Ólafsdal í sumar

DalabyggðFréttir

Átaksdagar í Ólafsdal 4.- 5. júlí og 11.- 12.júlí Óskað er eftir sjálfboðaliðum. Markmið: Að safna grjóti til endurhleðslu á tröðinni heim að bænum. Ef margir koma eru ýmis önnur verkefni sem ráðast má í. Guðjón Kristinsson frá Dröngum á Ströndum hefur verið fenginn til að hlaða tröðina með sínum mönnum. Fengum styrk frá Framleiðnisjóði til verksins. Fáum lánaðar dráttarvélar …

Nýr rekstraraðili í Leifsbúð

DalabyggðFréttir

Leifsbúð verður opin alla daga í sumar frá 10-22 og lengur um helgar. Ýmsar uppákomur verða í húsinu í sumar svo sem trúbadorkvöld, pubquiz, myndlistarsýningar, gestakokkar og dagskrá tileinkuð rithöfundinum Jóni Kalman en Dalirnir hafa verið sögusvið bóka hans. Einstaka viðburðir nánar auglýstir síðar. Allar nánari upplýsingar í síma 822-0707. Nýr rekstraraðili Leifsbúðar er Margrét Rún Guðmundsdóttir. Netfang: leifsbud@gmail.com

Hestaþing Glaðs 2009

DalabyggðFréttir

Hestaþing Glaðs verður haldið um helgina og hefst kl. 10:00 á laugardagsmorgun. Dagskrá og rásraðir má nálgast á vef Hestamannafélagsins Glaðs eða smella hér.

Enn vantar okkur húsnæði!!

DalabyggðFréttir

Ertu á leið í sumarfrí og viltu leygja húsið þitt á meðan? Poppoli kvikmyndafélag óskar eftir að leigja íbúðarhús í Búðardal/eða í nágrenni, með nokkrum herbergjum og stofu/eldhúsi frá 9. júlí og fyrri hluta ágúst 2009. Ef húsgögn fylgja er það kostur. Húsnæðið myndi nýtast sem gistiaðstaða fyrir kvikmyndatökulið og leikara vegna kvikmyndar sem tekin verður í Dalabyggð í suma. …

Fyrirheit Bjarna Ómars í Skriðulandi

DalabyggðFréttir

Tónleikar Bjarni Ómar Haraldsson tónlistarmaður og deildarstjóri Tónskólans á Hólmavík gaf út diskinn Fyrirheit sl. haust. Diskurinn inniheldur 12 lög eftir Bjarna og eru flestar lagasmíðarnar melódískt popp í rólegri kantinum. Ástin og samkipti kynjanna skipa stórt hlutverk í textagerð. Bjarni mun kynna plötuna ásamt Stefáni Steinari Jónssyni píanóleikara í versluninni Skriðulandi þriðjudagskvöldið 16. júní og hefjast tónleikarnir klukkan 20:30. …

Nafnasamkeppni

DalabyggðFréttir

Lumar þú á góðu nafni á nýja skólastofnun Dalabyggðar? Hin nýja stofnun tekur til starfa þann 1. ágúst nk. Fræðslunefnd hefur verið falið það hlutverk að fara yfir tillögur og velja þá tillögu sem best þykir. Tillögum ber að skila skriflega til formanns fræðslunefndar, Miðbraut 11, 370 Dalabyggð, eða á netfangið dalir@dalir.is merkt „Nafnasamkeppni“. Frestur til að skila inn tillögum …