Tilkynning frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands: Frá kl. 8 að morgni 15. febrúar 2010 gildir samræmd símsvörun vakthafandi heilsugæslulækna á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Allir íbúar á Vesturlandi, Ströndum og Húnaþingi vestra nota sama númer 112. Númerið er 112 allan sólarhringinn ef þarf að ná sambandi við heilsugæslulækni á vakt. Almennar tímapantanir og önnur símaþjónusta verður með óbreyttum hætti, vinsamlegast hringið í skipitborð.
Eiríksstaðir tilnefndir til Eyrarrósarinnar
Eyrarrósin, sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, verður afhent á Bessastöðum mánudaginn 15. febrúar kl. 16.00 og er það í sjötta sinn sem viðurkenningin er veitt. Eiríksstaðir er eitt þriggja verkefna sem tilnefnd eru í ár. Hin tvö eru: Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystra og Skjaldborg – heimildarmyndahátíð á Patreksfirði. Með Eyrarrósinni fylgir fjárstyrkur að upphæð 1,5 milljónum króna …
Skrifað undir samning um félagsþjónustu
Skrifað var undir samning um félagsþjónustu og þjónustu í barnaverndarmálum við Borgarbyggð fyrir skömmu. Það voru sveitarstjórarnir Grímur Atlason og Páll S. Brynjarson sem handsöluðu hann í Búðardal. Samningurinn tryggir Dalamönnum betri þjónustu en hingað til hefur verið hægt að veita í sveitarfélaginu. Föst viðvera félagsráðgjafa verður 1. og 3. þriðjudag í hverjum mánuði. Auk þess verður hægt að leita …
Sveitarstjórn Dalabyggðar
54. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 9. febrúar 2010 og hefst kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá: 1. Skýrsla sveitarstjóra.2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 12. janúar 2010.3. Fundargerð sveitarstjórnar frá 20. janúar 2010.4. Fundargerð byggðaráðs frá 20. janúar 2010.5. Fundargerð byggðarráðs frá 28. janúar 2010.6. Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 26. janúar 2010. 7. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá …
Opinn fundur um sveitarstjórnarmál
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Samband íslenskara sveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) boða til sameiginlegs kynningarfundar um nýjar leiðir til að efla sveitarstjórnarstigið, í Menntaskóla Borgarfjarðar miðvikudaginn 3. febrúar kl. 17. Fundurinn er haldinn í kjölfar þess að nýlega undirrituðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga yfirlýsingu um að skipa samstarfsnefnd til að ræða og meta sameiningarkosti sveitarfélaga …
Bætt heilsa, kynningarfundur
Björn Kristjánsson heldur kynningarfund þriðjud. 26 jan. kl. 20.00 um námskeið til að bæta heilsu. Fundurinn verður haldinn í Auðarskóla og verður um 1 klst. Kynnt verða námskeið um viðhorf, hugleiðslu, Ayur Veda heilsufræði, stjörnuspeki og vedískan arkitektúr. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Nánari upplýsingar eru á vefnum heilshugar.net Björn Kristjánssons. 8692159
Blótum þorra!
Nú er þorrinn gengin í garð. Það er óhætt að segja að þá sé félagslíf með allra líflegasta móti í Dalabyggð. Þorrablótin eru fjögur talsins og óhætt að mæla með þeim öllum. Laxárdalsmenn ríða á vaðið í kvöld, 23. janúar, en þá er þorri blótaður í Dalabúð. Laugardaginn 30. janúar er röðin komin að Tjarnarlundi, 6. febrúar eru það svo …
Námskeið í framsögn og ræðumennsku
Einar Örn Thorlacius heldur námskeið í framsögn og ræðumennsku í Auðarskóla dagana 1. og 8. febrúar nk. á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Einar ætti að vera Dalamönnum að góðu kunnur en hann er fyrrverandi sveitarstjóri Reykhólahrepps og Hvalfjarðarsveitar. Á námskeiðinu verður Kennd verður framkoma í ræðustól, hvernig bæta má framsögn og öryggi. „Tilvalið fyrir væntanlega frambjóðendur og alla hina líka“ eins …
Laust starf í Dalabyggð
Starf umsjónarmanns safna Dalabyggðar er laust til umsóknar. Umsóknir óskast sendar skriflega til skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardalur eða á netfangið: grimur@dalir.is fyrir 22. janúar nk. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma: 430-4700.
Tómstundabæklingur 2010
Verður á morgun borinn út í hvert hús í Dalabyggð. Markmiðið með bæklingnum er að safna saman á einn stað upplýsingum um það hvaða tómstundir eru í boði fyrir börn og ungmenni í sveitarfélaginu.