Dagur hinna villtu blóma og frændaleikar.

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 19. júní verður mikið um að vera í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd. Fyrst verða frændaleikar kl. 13 og síðan haldið upp á dag hinna villtu blóma kl. 16.

Frændaleikar

Í tilefni ættarmóts Alexanders Loftssonar og Jófríðar Jónsdóttur í Frakkanesi verða haldnir frændaleikar í Ytri-Fagradal.
Meðal afkomenda Alexanders og Jófríðar eru nokkrir stæðilegir karlmenn (og kvenmenn) sem ætla að bera saman krafta sína.
Meðal keppenda eru Hallgrímur Pálmi, Gísli Rúnar, Úlfur Orri og Stefán Sölvi. Keppnisgreinar eru sumar hefðbundnar keppnisgreinar kraftakeppna, en í óhefðbundnum útfærslum. Aðrar eru heldur óhefðbundnari.
Dalamenn og nágrannar eru velkomnir í Ytri-Fagradal að fylgjast með átökunum.

Dagur hinna villtu blóma

Dagur hinna villtu blóma hefur verið haldinn hér á landi síðan árið 2004. Í ár verður hann sunnudaginn 19. júní. Þá gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.
Í Dölum verður haldið af stað frá Ytri-Fagradal kl 16:00. Gengið verður niður að fjöru og farið eftir ströndinni að Nýpurá. Þá verður gengið að Nýp. Þar getur fólk valið um að ljúka göngunni eða rölta eftir veginum inn að Ytri-Fagradal.
Fjölbreytt flóra er á þessari leið, sum blómin jafnvel eldgömul og steingerð!
Áætlað er að göngutúrinn taki um tvo tíma og er þetta auðveld ganga öllum aldurshópum.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei