Aðstoðarmatráður

DalabyggðFréttir

Starf aðstoðarmatráðs í eldhúsi Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns í Búðardal er laust til umsóknar.
Aðstoðarmatráður starfar í eldhúsi við matargerð og þrif og vinnur sjálfstætt eftir fyrirmælum matráðs við bakstur og matargerð. Reynsla og þekking á eldhússtörfum og matreiðslu er nauðsynleg. Starfshlutfall er um 40% og unnið er aðra hverja helgi.
Ráðið verður í starfið frá 1. ágúst 2011 eða eftir samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til og með 20. júlí nk.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið sveitarstjori@dalir.is eða á skrifstofu Dalabyggðar, bt. sveitarstjóra, Miðbraut 11, 370 Búðardal
Nánari upplýsingar veitir Sveinn Pálsson sveitarstjóri í síma 864 4647
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei