Dagur sauðfjárræktarinnar

DalabyggðFréttir

Fyrir þá fáu sauðfjárbændur í Dölum sem ekki eru í Skotlandi skal bent á að föstudaginn 24. júní standa Landbúnaðarháskóli Íslands og Búnaðarsamtök Vesturlands fyrir Degi sauðfjárræktarinnar á Hvanneyri kl. 10-17.
Dagur sauðfjárræktarinnar er haldinn í tengslum við fjölþjóðlegt tveggja ára verkefni um fræðslu fyrir sauðfjárbændur í fimm Evrópulöndum.
Verkefninu er ætlað að stuðla að betri nýtingu á tækifærum sem felast í sauðfjárbúskap. Lögð er áhersla á framþróun og nýsköpun, svo sem í tengslum við landbúnaðartengda ferðaþjónustu og með þróun nýrra afurða eins og matvöru og handverks. Markmiðunum verður náð með aukinni fræðslu og símenntun.
Í tengslum við verkefnið hafa verið þróuð og haldin námskeið fyrir sauðfjárbændur á félagssvæði BV. Námskeiðin hér í Dölum voru m.a. mjög vel sótt.
Einnig er unnið að gerð bókar um sauðfjárrækt. Bókin verður tilbúin í haust. Fræðsluefnið sem tekið er saman í tengslum við verkefnið verður öllum opið á heimasíðunni http://www.sheepskills.eu/
Dagskrá og nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Landbúnaðarháskólans.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei