Íþróttamiðstöð í Búðardal

SveitarstjóriFréttir

Í dag, föstudaginn 14. október, undirrituðu Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar og Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri Eyktar ehf. viljayfirlýsingu á milli Dalabyggðar og Eyktar ehf. varðandi undirbúning að uppbyggingu Íþróttamiðstöðvar í Búðardal. Í kjölfar funda fulltrúa Dalabyggðar undanfarið með forráðamönnum Eyktar ehf. þá hefur verktakinn, Eykt ehf., lýst yfir vilja til að taka að sér verkið á grunni þess alútboðs …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 226. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 226. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 18. október 2022 og hefst kl. 16:00 Dagskrá:   Almenn mál 1. 2208004 – Vegamál 2. 2210010 – Útfærsla tómstundastyrks haustið 2022 3. 2204014 – Afnot af svæði fyrir Brekkuskóg   Almenn mál – umsagnir og vísanir 4. 2209018 – Umsagnarbeiðni um tækifærisleyfi vegna dansleiks í Dalabúð 22. …

Bleiki dagurinn 2022 – föstudaginn 14. október

DalabyggðFréttir

Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir  til að sýna lit og bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu. Bleiki dagurinn föstudaginn 14. október 2022! Föstudagurinn 14. október 2022 er Bleiki dagurinn. Hvernig væri nú að skipuleggja bleikt morgunkaffi í vinnunni eða heima fyrir? …

Engin takmörk á frístundastarfi barna og ungmenna í 1.-10. bekk Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Á haustönn 2022 geta nemendur í 1. – 10. bekk Auðarskóla í Dalabyggð valið sér hvaða félagsstarf, íþróttir og tómstundir sem þau vilja, óháð framboði í heimabyggð. Á 299. fundi byggðarráðs Dalabyggðar var eftirfarandi samþykkt:  Byggðarráð Dalabyggðar samþykkir að breyta reglum um frístundastyrk hjá sveitarfélaginu á þann veg að hann nái einnig til félagsstarfs, námskeiða, íþrótta og annarra tómstunda sem …

Nýjar bækur á Héraðsbókasafni Dalasýslu

DalabyggðFréttir

Fjöldi nýrra bóka er komin á Héraðsbókasafn Dalasýslu og í þessu nýja úrvali má finna eitthvað fyrir alla. Þar má t.d. nefna skáldsöguna Tálsýn eftir Rannveigu Borg Sigurðardóttur, barna- og unglingabókina Furðufjall: Næturfrost eftir Gunnar Theodór Eggertsson og ritið Líkið er fundið – Sagnasamtíningur af Jökuldal sem Ragnar Ingi Aðalsteinsson tók saman. Við hvetjum íbúa endilega til að kíkja á …

MS Búðardal færir Nýsköpunarsetri gjöf

DalabyggðFréttir

MS Búðardal hefur fært Nýsköpunarsetri Dalabyggðar tvo prentara að gjöf. Um er að ræða annars vegar HP prentara og hins vegar Canon prentara sem einnig er skanni. Gjöfin er mikil búbót fyrir setrið og notendur þess, sem geta nú tengst prenturum í vinnurýminu. Dalabyggð þakkar MS Búðardal kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf.  

Íbúar Dalabyggðar blása til sóknar

DalabyggðFréttir

Umsóknarfrestur í frumkvæðissjóð DalaAuðs rann út 30. september síðastliðinn. Er þetta fyrsta árið sem opnað er fyrir umsóknir í frumkvæðissjóðinn. DalaAuður er verkefni brothættra byggða í Dalabyggð og hóf göngu sína fyrr á árinu. Mikill meðbyr hefur verið með verkefninu síðan það hófst og íbúar sótt vel á fundi þess. Þar hafa þeir lagt vinnu í stefnumótun þar sem kallað …

Glókollur – opnað fyrir umsóknir

DalabyggðFréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Glókolli – styrkjum til verkefna og viðburða á málefnasviðum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Glókollsstyrkir geta numið allt að einni milljón króna fyrir hvert verkefni en þeir eru ætlaðir til verkefna og viðburða á sviði háskólamála, iðnaðar, nýsköpunar, rannsókna og vísinda, hugverkaréttinda, fjarskipta, netöryggis og upplýsingasamfélags. Umsóknarform má nálgast á minarsidur.hvin.is og allar frekari upplýsingar um styrkina …

Endurgreiðsla eftirstöðva sundkorta

DalabyggðFréttir

Eins og áður hefur verið tilkynnt vill Dalabyggð bjóða íbúum sem eiga miða/kort í Sælingsdalslaug að fá endurgreitt það sem eftir stendur vegna breytinga á rekstri laugarinnar. Dalabyggð mun fá öll kort til sín á næstu dögum og þurfa eigendur að hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar til að hægt sé að ganga frá greiðslu fyrir árslok 2022. Hægt er að …

Fyrsta kaffispjall vetursins

DalabyggðFréttir

Í vetur verður boðið upp á fræðsludagskrá í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar. Markmiðið er að fá reglulega erindi, kynningar og halda utan um kaffispjall vegna ákveðinna umræðuefna sem íbúar geta sótt. Ákveðið var að hefja dagskránna á kaffispjalli sem fram fór þriðjudaginn 20. september sl. og sneri að Frumkvæðissjóði DalaAuðar. Gestir gátu mætt og tekið tal með Lindu Guðmundsdóttur verkefnastjóra DalaAuðar ásamt …