Nýjar vinnureglur vegna vinnu verktaka og einyrkja

DalabyggðFréttir

Þann 17. janúar hélt atvinnumálanefnd Dalabyggðar fund með verktökum og iðnaðarmönnum úr sveitarfélaginu þar sem farið var yfir framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins. Þar voru einnig kynntar nýjar vinnureglur sem munu gilda um vinnu verktaka og einyrka fyrir sveitarfélagið Dalabyggð og tengd félög. Á sama fundi var það tilkynnt að eftirleiðis munu verktakar og einyrkjar sem hafa áhuga á að starfa fyrir Dalabyggð og hin tengdu félög, þurfa að skila inn yfirlýsingu þar um. Vinnureglurnar voru samþykktar á fundi sveitarstjórnar 18. janúar.

Markmið með vinnureglunum er að fá skýrara yfirlit yfir þann hóp verktaka/einyrkja sem hafa áhuga á að vinna fyrir Dalabyggð. Yfirlitið verður nýtt við úthlutun smærri verkefna og minni lokaðar verðkannanir.

Nánar um vinnureglurnar og eyðublað er hægt að skoða hér.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei