Rafmagnsbilun á Skógarströnd

DalabyggðFréttir

Rafmagnsbilun er í gangi á Skógarströnd, verið er að leita að bilun. Ef þú hefur einhverjar upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit hafðu þá vinsamlega samband við Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390. Kort af svæði sem talið er vera um að ræða má sjá á www.rarik.is/rof

Laust starf: Aðstoðarleikskólastjóri óskast

DalabyggðFréttir

Auðarskóli í Dalabyggð auglýsir stöðu aðstoðarleikskólastjóra. Um er að ræða 100% starfshlutfall frá og með 1. desember 2021. Við leitum að einstaklingi sem er jákvæður, skapandi og vill vera virkur hluti liðsheildar. Auðarskóli er sameinaður skóli með leik-, grunn- og tónlistarskóladeildir. Einkunnarorð skólans eru Ábyrgð – Ánægja – Árangur. Leikskólinn er tveggja deilda, fyrir börn á aldrinum 1-5 ára. Húsnæði …

Opnunartími sýsluskrifstofu í viku 40

DalabyggðFréttir

Afgreiðsla sýslumanns í Dalabyggð er lokuð í dag, þriðjudaginn 5. október og á fimmtudaginn nk. 7. október 2021. Í staðin verður fulltrúi sýslumanns við á morgun, miðvikudaginn 6. október frá kl.9-13.

Söfnun og flutningur á dýrahræjum í Dalabyggð – útboð

Kristján IngiFréttir

Dalabyggð óskar eftir tilboðum í söfnun og flutning á dýrahræjum í sveitarfélaginu.  Um er að ræða hræ af búfénaði sem sótt eru reglulega til þeirra aðila í sveitarfélaginu sem eru með skráðan bústofn.  Fyrirhugað er að gera þriggja (3) ára samning við einn verktaka um framkvæmd verksins frá 01.01.2022. Nánari upplýsingar um verkið og tilboðsgerð má nálgast á skrifstofum Dalabyggðar …

Viðvera háls-, nef- og eyrnalæknis

DalabyggðFréttir

Þórir Bergmundsson, háls-, nef- og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 30. september nk. Tímapantanir eru í síma 432-1450

Íþróttamannvirki í Búðardal – auglýsing á forvali

Kristján IngiFréttir

Sveitafélagið Dalabyggð, auglýsir eftir þátttakendum í forvali til að taka þátt í lokuðu alútboði, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á íþróttamiðstöð í Búðardal. Farið verður yfir allar umsóknir og hæfi og geta umsækjanda metin út frá þeim upplýsingum sem þeir leggja fram með umsókn sinni. Miðstöðin samanstendur af íþróttasal, þjónustukjarna með búningsklefum og lyftingarsal ásamt útisundlaug.Heildarstærð íþróttamiðstöðvar er um 1300 m2 og …

Alþingiskosningar 2021

DalabyggðFréttir

Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 25. september 2021. Upplýsingar um flest er lýtur að kosningunum er að finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins, www.kosning.is. Kjörskrá Kjósendur eru á kjörskrá þar sem þeir eiga skráð lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá. Kjörskrá fyrir Dalabyggð liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar frá og með 10. september til …