ATHUGIÐ AÐ SÍÐAN ER Í VINNSLU
Á Íslandi hafa ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna tekið gildi.
Lögum þessum er ætlað að stuðla að farsæld barna. Meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.
Öll börn eiga rétt á að fá þá þjónustu sem þau þurfa þegar á þarf að halda en það getur verið flókið að fá aðstoð við hæfi og vita hvert eigi að leita eftir henni. Farsældarlögin eiga að tryggja að börn og foreldrar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum.
Markmiðið með lögunum er að bæta enn frekar þjónustu við börn og fjölskyldur svo þau fái notið þeirrar aðstoðar sem þau eiga rétt á um leið og þess gerist þörf. Með samþættri þjónustu er hægt að bjóða barni upp á skipulagða og samfellda aðstoð sem mætir þörfum þess hverju sinni.
Farsæld: Aðstæður sem skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðislegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar.
Með lögunum er fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning tryggður aðgangur að sérstökum tengilið og/eða málstjóra í nærumhverfi barnsins. Börn og fjölskyldur geta snúið sér til tengiliðar sem leiða mál áfram. Aðgangur að tengilið og málstjóra er tryggður strax frá fæðingu barns og þar til barn er 18 ára og sams konar þjónusta er í boði fyrir foreldra á meðgöngu.
Foreldrar og börn geta leitað til tengiliða Dalabyggðar til að sækja þjónustu við hæfi.
Upplýsingar um tengiliði farsældar í Dalabyggð:
Mæðaravernd: eftir að tilnefna
Ungbarnavernd: eftir að tilnefna
Leikskóli Auðarskóla: eftir að tilnefna
Grunnskóli Auðarskóla: Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir
Málstjóri félagsþjónustu: Jóna Björg Guðmundsdóttir, jona@dalir.is
Farsældarteymi Dalabyggðar:
Verkefnastjóri fjölskyldumála – Jóna Björg Guðmundsdóttir, jona@dalir.is
Skólastjóri Auðarskóla – Herdís Erna Gunnarsdóttir, herdis@audarskoli.is
Skólahjúkrunarfræðingur – eftir að tilnefna
Sálfræðingur – eftir að tilnefna
Aðrir – eftir að tilnefna
Þjónustu við börn er stigskipt í þrjú stig.
Fyrsta stig: Grunnþjónusta sem er aðgengileg öllum börnum. Snemmtækur stuðningur er veittur og fylgt eftir á markvissan hátt.
Dæmi: Ung- og smábarnavernd, leikskóli, grunnskóli, almenn heilbrigðisþjónusta ofl.
Annað stig: Einstaklingsbundinn og sérhæfðari stuðningur í samræmi við faglegt mat og/eða frumgreiningu á þörfum barns.
Dæmi: Sérkennsla í skóla, einstaklingsbundinn stuðningur við barn, færniþjálfun ofl.
Þriðja stig: Einstaklingsbundinn og sérhæfðari stuðningur í samræmi við sérhæft og ítarlegt mat og/eða greiningu á þörfum barns.
Dæmi: Innlögn á sjúkrahús eða meðferðarstofnun, greining hjá sérfræðingum t.d. Ráðgjafar- og greiningarstöð, barnaverndarþjónusta ofl.
Á heimasíðunni Farsæld barna er hægt að nálgast allar helstu upplýsingar um farsældina og samþættingu þjónustu.
Sjá einnig: