Þriggja tunnu kerfi Gámafélagsins

Sorphirða

Íslenska gámafélagið hefur samning um sorphirðu í Dalabyggð.

Dagatal sorphirðu 2024
Flokkunarhandbók Dalabyggðar (útgefin 2021)
SORPHIRÐA FRÁ HEIMILUM

Í Dalabyggð er svo kallað þriggja tunnu kerfi og hafa öll heimili í sveitarfélaginu ílát fyrir endurvinnanlegt sorp, lífrænan úrgang og almennt sorp (óendurvinnanlegt).

  • Almennur úrgangur fer til urðunar á Fíflholtum á Mýrum.
  • Gámafélagið flokkar endurvinnanlegan úrgang og kemur áfram til endurvinnslu hjá fyrirtækjum innan- og utanlands.
  • Gámafélagið moltar lífrænan úrgang sem er safnað í Dalabyggð.

Stærð íláta –
Í þéttbýli: 240 ltr tunna fyrir almennt sorp, 240 ltr tunna fyrir endurvinnanlegt, 140 ltr tunna fyrir lífrænan úrgang.
Í dreifbýli: 240 ltr tunna fyrir almennt sorp, 660 ltr kar fyrir endurvinnanlegt, 140 ltr tunna fyrir lífrænan úrgang.
Vilji íbúar fá auka ílát eða breyta stærðum, skal hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar. Hægt er að sjá kostnað við auka ílát í gjaldskrá: Gjaldskrár

Við minnum á að sorptunnur þurfa að vera aðgengilegar (sem næst götu) og að fljótlegt sé að ná í þær og skila þeim aftur við sorphirðu. Gott er að hafa það í huga ef að íbúar ætla að útfæra festingar eða skýli sjálfir. Ílátin eru í eigu sveitarfélagsins, en íbúar bera ábyrgð á að koma þeim fyrir og verja fyrir veðri og vindum.

FRÍSTUNDAHÚS/SUMARHÚS:

Í Dalabyggð hafa eigendur frístundahúsa/sumarhúsa aðgengi að grenndarstöðvum sem eingöngu er ætlaður fyrir heimilissorp.

Á hverjum stað er að finna kör fyrir almennt sorp (óendurvinnanlegt), endurvinnanlegt sorp og lífrænan úrgang, sbr. flokkun frá heimilum. Festingar eru á lokum svo þau fjúki ekki upp. Mikilvægt er að þeim sé lokað aftur eftir losun!

Fleiri grenndarstöðvar eru til staðar yfir sumartímann. Kort yfir heilsárs-og sumarstöðvar má sjá á korti með því að smella hér: Grenndarstöðvar frístundahúsa í Dalabyggð

FYRIRTÆKI OG STOFNANIR:

Íslenska gámafélagið býður upp á þjónustu fyrir rekstraraðila á svæðinu. Hægt er að hafa samband við Íslenska gámafélagið fyrir frekari upplýsingar eða tilboð. Grenndarstöðvar eru ekki fyrir úrgang eða sorp frá fyrirtækjum eða aðilum sem ekki greiða sorphirðugjöld í Dalabyggð.

TIMBUR- OG JÁRNGÁMAR:

Söfnun brotajárns sumarið 2024 verður í samstarfi við Furu, sjá hér: Brotajárn sumar 2024

Timburgámar sumarið 2024 verða staðsettir á hverjum stað í um vikutíma og eru einungis fyrir timbur. Einn eða tveir gámar eru á hverjum stað til samræmis við notkun síðustu ára.

Stað- og tímastaðsetningar gáma (með fyrirvara um mögulegar breytingar):

Timbursöfnun 2024
Staður Gámar Vika Dagsetningar
Tjarnarlundur 2 1 27.jún 3.júl
Klifmýri 1 1 27.jún 3.júl
Ytra-Fell 1 1 27.jún 3.júl
Valþúfa 2 2 4.júl 10.júl
Leysingjastaðir 2 2 4.júl 10.júl
Svarfhóll 1 3 11.júl 17.júl
Eiríksstaðir 1 3 11.júl 17.júl
Árblik 2 3 11.júl 17.júl
Blönduhlíð 2 4 18.júl 24.júl
Vörðufellsrétt 1 4 18.júl 24.júl
Klungubrekka 1 4 18.júl 24.júl

Spurningum og ábendingum skal beina til skrifstofu Dalabyggðar í síma: 430-4700 eða á dalir@dalir.is

 

Tengt efni
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei