Sorphirða

Íslenska gámafélagið hefur samning um sorphirðu í Dalabyggð.

Dagatal sorphirðu 2025
Flokkunarleiðbeiningar, október 2024
Upptaka frá kynningarfundi vegna breytinga á sorphirðu (úr 3ja í 4ra tunnur-kerfi) í Dalabúð 21. október 2024.
SORPHIRÐA FRÁ HEIMILUM

Í Dalabyggð er fjögurra tunnu kerfi hjá öll heimilum og stofnunum í sveitarfélaginu. Sér ílát eru fyrir plast, pappír/pappa, lífrænan úrgang og blandaður úrgangur (óendurvinnanlegt). Hirðing fer fram með tveggja hólfa bílum með reglubundnu hætti. Endurvinnslan er losuð á fjögurra vikna frest í Búðardal og átta vikna fresti í dreifbýli þar sem eru stærri ílát í þessum flokkum. Blönduðum og lífrænum úrgang er safnað á fjögurra vikna fresti í öllu sveitarfélaginu samtímis. Fjórar aukalosanir eru fyrir lífrænan úrgang á sumrin sem er þá hirt á 2ja vikna frest. Efst á síðunni er dagatal með losunardögum, en tímasetningar geta hliðrast um dag til eða frá.

  • Blandaður úrgangur fer til urðunar á Fíflholtum á Mýrum.
  • Gámafélagið flokkar endurvinnanlegan úrgang og kemur áfram til endurvinnslu hjá fyrirtækjum innan- og utanlands.
    • Úrvinnslusjóður greiðir sveitarfélögum fyrir sérsöfnun plast og pappír/pappa eftir þyngd. Betri skil/árangur í söfnun endurvinnsluúrgangs skilar sér því í auknum tekjum sem dregur úr kostnaði/gjaldheimtu til íbúa.
  • Gámafélagið moltar lífrænan úrgang sem er safnað í Dalabyggð.

Sorptunnur þurfa að vera aðgengilegar (sem næst götu) og fljótlegt að ná í þær og skila þeim aftur við sorphirðu. Gott er að hafa það í huga ef að íbúar ætla að útfæra festingar eða skýli sjálfir. Ílátin eru í eigu sveitarfélagsins, en íbúar bera ábyrgð á að koma þeim fyrir og verja fyrir veðri og vindum.

Senda skal erindi á dalir@dalir.is sé óskað eftir breytingum á ílátum. Innheimt er þjónustugjald vegna breytinga.

FRÍSTUNDAHÚS/SUMARHÚS:

Í Dalabyggð hafa eigendur frístundahúsa/sumarhúsa aðgengi að grenndarstöðvum sem eingöngu er ætlaður fyrir heimilissorp.

Á hverjum stað er að finna kör fyrir blandaðan úrgang, endurvinnanlegt sorp og lífrænan úrgang, sbr. flokkun frá heimilum. Festingar eru á lokum svo þau fjúki ekki upp. Mikilvægt er að þeim sé lokað aftur eftir losun!

Fleiri grenndarstöðvar eru til staðar yfir sumartímann. Kort yfir heilsárs-og sumarstöðvar má sjá á korti með því að smella hér: Grenndarstöðvar frístundahúsa í Dalabyggð

FYRIRTÆKI OG STOFNANIR:

Íslenska gámafélagið býður upp á þjónustu fyrir rekstraraðila á svæðinu. Hægt er að hafa samband við Íslenska gámafélagið fyrir frekari upplýsingar eða tilboð. Grenndarstöðvar eru ekki fyrir úrgang eða sorp frá fyrirtækjum eða aðilum sem ekki greiða sorphirðugjöld í Dalabyggð.

TIMBUR- OG JÁRNGÁMAR:

Sveitarfélagið stendur fyrir söfnun brotajárns og á lituðu timbri í dreifbýli á sumrin. Fyrirkomulag hefur verið aðeins breytilegt og er auglýst á vorin.

Spurningum og ábendingum skal beina til skrifstofu Dalabyggðar í síma: 430-4700 eða á dalir@dalir.is

 

Tengt efni
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei