Hafin er reglubundin söfnun dýrahræja í Dalabyggð. Fyrsta ferð var farin miðvikudaginn 4. apríl og næsta ferð áætluð fyrir miðjan apríl og síðan vikulega út maímánuð.
Fyrirkomulag á þessari söfnun er ekki alveg fastmótað og mun reynslan næstu vikurnar verða notuð til að meta þörfina.
Þeir sem þurfa að nýta sér þjónustuna þurfa að senda tölvupóst á netfangið vidar@dalir.is með upplýsingar um fjölda og símanúmer (varðandi nánari tímasetningar). Þó mega eldri bændur sem ekki hafa netpóst hringja í síma 894 0013 og panta þjónustu.
Til að mæta kostnaði við söfnunina er innheimt sérstakt gjald á bújarðir og býli með atvinnustarfsemi.