Stjórn Dalagistingar ehf. ákvað á fundi sínum í apríl að auglýsa eftir aðilum sem hefðu áhuga á að vera með starfsemi á Laugum næsta vetur.
Er þeim sem áhuga hafa bent á að senda umsókn þar sem lýst er þeirri starfsemi sem myndi vera rekin í fasteignum Dalagistingar ehf. á netfangið sveitarstjori@dalir.is ekki síðar en 27. maí.
Hægt er að senda fyrirspurnir á framangreint netfang. Stjórn Dalagistingar ehf. fjallar síðan um innsendar umsóknir.