Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 14. mars að auglýsa skipulags- og matslýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004 – 2016, samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er eftirfarandi:

 

Vindorkugarður við Hróðnýjarstaði

Með skipulags- og matslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum aðalskipulagsins.

 

Ákveðið var að framlengja athugasemdafrest sem upphaflega átti að vera frá 11. apríl til 24. maí, til 18. júní. Tekin hefur verið ákvörðun um að framlengja athugasemdafrestinn enn frekar, eða fram til 2. júlí.

 

Lýsingin liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar Miðbraut 11, 370 Búðardal og á heimasíðu sveitarfélagsins dalir.is.

 

Athugasemdum eða ábendingum skal skila til skrifstofu Skipulagsfulltrúa, að Miðbraut 11 Búðardal eða netfang skipulag@dalir.is fyrir 3. júlí 2019.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei