Nýir straumar – tækifæri dreifðra byggða

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 5. september kl. 9-13:30 verður haldin ráðstefna um fjórðu iðnbyltinguna samtímis á sex stöðum á landinu, í Borgarnesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Reyðarfirði og Selfossi.

 

Málstofan fer fram samtímis með sömu dagskrá á sex stöðum á landinu en jafnframt verður hún send út á internetinu. Hægt verður að taka þátt með því að mæta á einhvern þessara 6 staða sem eru Borgarnes, Ísafjörður, Sauðárkrókur, væntanlega Akureyri, Reyðarfjörður og Selfoss eða tengjast netinu (og missa af hádegisverðinum).

 

Fundastjóri verður Sigríður Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu.

Dagskrá með fyrirvara um breytingar

Kl. 09:00 Ávarp Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Kl. 09:10 Fundarstjóri tekur við.
Kl. 09:15 Ragnheiður Magnúsdóttir, formaður tækninefndar Vísinda – og tækniráðs
Kl. 09:35 David Wood, framtíðarfræðingur frá Bretlandi
Kl. 09:55 Stafrænt Ísland. Berglind Ragnarsdóttir verkefnastjóri.
Kl. 10:05 Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum. Eva Pandóra Baldursdóttir verkefnastjóri
Kl. 10:15 Stutt kaffi hlé
Kl. 10:30 Austurland. María Kristmundsdóttir Alcoa Fjarðarál
Kl. 10:40 Norðurland eystra. Garðar Már Birgisson – thula.is
Kl. 10:50 Norðurland vestra. Álfhildur Leifsdóttir kennari í Ársskóla
Kl. 11:00 Suðurland. Eva Björk Harðardóttir oddviti Skaftárhrepps
Kl. 11:10 Vestfirðir. Arnar Sigurðsson Blábankastjóri.
Kl. 11:20 Vesturland. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akranes.
Kl. 11:30 Ávarp Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitastjórnarráðherra

Kl. 11:40 Kaffi og vinnustofur

Kl. 12:30 Léttur hádegisverður
Kl. 13:00 Fyrirspurnir og umræður
Kl. 13:30 Málþingslok

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei