Menningarmálanefnd Dalabyggðar fer með úthlutanir úr menningarmálaverkefnasjóði, heildarupphæð sjóðsins er ákveðin við gerð fjárhagsáætlunar hvers árs.
Hlutverk sjóðsins er að styðja við menningarmál í Dalabyggð og er það gert með því að veita styrki eftir því sem menningarmálanefnd Dalabyggðar telur þjóna markmiðum sjóðsins.
Úthlutanir styrkja úr sjóðnum fara fram einu sinni á ári. Nefndin auglýsir á heimasíðu Dalabyggðar þegar opnað er fyrir umsóknir.
Umsóknum skal skila á dalir@dalir.is eða skrifstofu Dalabyggðar að Miðbraut 11, 370 Búðardal.
Umsækjendur í sjóðinn geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir með lögheimili í Dalabyggð.
Allir styrkþegar skulu að skila inn skýrslu um framgang og lok verkefnis fyrir lok þess árs sem styrkveiting á sér stað.
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL OG MEÐ 10. JANÚAR 2025
Sjá einnig:
Úthlutunarreglur menningarmálaverkefnasjóðs Dalabyggðar
Umsóknareyðublað fyrir styrk úr menningarmálaverkefnasjóði (pdf skjal)
Umsóknareyðublað fyrir styrk úr menningarmálaverkefnasjóði (word skjal)
Úthlutanir fyrri ára
2022:
- Til úthlutunar voru: 200.000 kr.-
Skemmtikvöld Slysavarnadeildar Dalasýslu: 30.000 kr.-
Byggðasafn Dalamanna – Bæir í Miðdölum (ljósmyndasýning): 40.000 kr.-
Byggðasafn Dalamanna – Bæir á Skarðsströnd (ljósmyndasýning): 40.000 kr.-
Jólatónleikar – Er líða fer að jólum: 90.000 kr.-
2023:
- Til úthlutunar voru: 1.000.000 kr.-
Sigurbjörg Kristínardóttir – Kórstarf: 200.000kr.-
Alexandra Rut Jónsdóttir – Er líða fer að jólum (tónleikahald): 200.000kr.-
Slysavarnadeild Dalasýslu – Skemmtikvöld: 200.000kr.-
Sælureiturinn Árblik – Jólaball: 40.000kr.-
Sigrún Hanna Sigurðardóttir – Lífið á Laugum (sýning, hlaðvarp): 200.000kr.-
Iceland up close ehf – Refill (hugmyndasmiðja): 100.000kr.-
Ungmennafélagið Ólafur Pá – Póstbrautin (þrautabraut): 60.000kr.-
2024:
- Til úthlutunar voru 1.000.000 kr.-
Sælukotið Árblik – jólatrésskemmtun = 80.000kr.-
Sönghópurinn Hljómbrot – tónlistarverkefni = 200.000kr.-
Héraðsskjalasafn Dalasýslu – námskeið, sögustund = 70.000kr.-
History up close ehf. – námskeið í fornu handverki = 200.000kr.-
Skátafélagið Stígandi – fjölskylduútilega = 200.000kr.-
Alexandra Rut Jónsdóttir – jólatónleikar, menningaviðburður = 200.000kr.-
Hallrún Ásgrímsdóttir – málverkasýning = 50.000kr.-