Dagskrá:
Kl. 13:00 – Silfurtún
Við Silfurtún mun fjallkonan Birna Rún Ingvarsdóttir flytja ljóð og Guðlaug Kristinsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi flytur hátíðarræðu í tilefni dagsins.
Skátarnir standa heiðursvörð.
Helga Rún og Nikkólína flytja tónlist fyrir okkur.
Tómstundastarf Silfurtúns verður með opin sölubasar með ýmsum hlutum sem þau hafa verið að föndra í vor.
Að lokinni dagskrá við Silfurtún verður skrúðganga að Dalabúð.
Kl. 14:00 – Dalabúð
Skátarnir verða með eld og skátasprell.
Candyfloss, eldbakað brauð, leikir, blautsvampakast, pylsur grillaðar á eldi.
Nerfbyssu-/vatnsbyssu stríð – allir að mæta með sínar eigin.
Dalahestar bjóða börnum á hestbak.
Vöfflukaffi til styrktar ferðasjóði skáta 800 kr.- fyrir börn og eldri borgara 1000 kr.- fyrir fullorðna, borgið eitt gjald og borðið eins og þið getið!
Kl. 20:00 – 22:00 – Dalabúð ATH! Fellur niður vegna veikinda!
Nikkólína býður upp á tónlistarflutning, aðgangur ókeypis, allir velkomnir til að dansa, syngja eða hlusta.