Útboð: Skólaakstur á leið 8

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir eftir tilboðum í skólaakstur á leið 8 sem hefst við Hróðnýjarstaði.

Skólaárið 2022-2023 er áætluð akstursvegalengd 20 km á dag (2 x 10 km). Skólatími er áætlaður u.þ.b. 180 dagar.

Áætlaður nemendafjöldi á akstursleiðinni skólaárið 2022-2023 er 4 börn. Það skal tekið fram að nemendafjöldi og akstursleið geta breyst.

Ekið er að morgni samkvæmt eftirfarandi bæjarröð:

  • Hróðnýjarstaðir

Nemendur skulu sóttir og þeim skilað heim á hlað á hverjum viðkomustað, ef færð leyfir.

Tilboð skal vera verð á km. Greitt er fyrir þann tíma sem börn eru í bílnum.

Verktaki skal uppfylla sömu skilyrði og kveðið er á um í útboðslýsingu um skólaakstur í Dalabyggð 2019-2022 (sjá viðhengi með þessari auglýsingu á dalir.is).

Tilboðum skal skilað á skrifstofu Dalabyggðar eða á netfangið dalir@dalir.is eigi síðar en 18. júlí. Upplýsingar veitir sveitarstjóri, sveitarstjóri@dalir.is.

Útboðslýsing Skólaakstur í Dalabyggð

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei