Skipulagsmál í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Tillaga að deiliskipulagi í landi Seljalands Dalabyggð.
Sveitarstjórn Dalabyggðar auglýsir hér með tillaga að deiliskipulagi að Seljalandi, Hörðudal, Dalabyggð skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
Tillagan felur í sér að gert er ráð fyrir 8 gestahúsum sem verða 50 m2 að hámarki auk sérstæðrar húsa fyrir snyrtingar.
Skipulagsuppdráttur ásamt greinargerð er til sýnis á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11 í Búðardal frá 21. júlí 2010 til 21. ágúst 2010. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.
Athugasemdum skal skila til skipulags- og byggingarfulltrúa Dalabyggðar fyrir 6. september 2010 og skulu þær vera skriflegar.
Berist ekki athugasemdir innan tilskilins frests telst tillagan samþykkt
Búðardal, 14.07.2010
Skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei