Áramótabrenna 31. desember 2022

DalabyggðFréttir

Björgunarsveitin Ósk í Dalabyggð mun standa fyrir áramótabrennu og flugeldasýningu niðri við sjó í Búðardal kl. 21:00 á Gamlársdag (31. desember).
Við biðjum íbúa og gesti um að virða tilmæli sveitarinnar kringum brennu og sýningu.
Þurfi að koma til breytinga (s.s. vegna veðurs) verður það tilkynnt hér á heimasíðu Dalabyggðar.

Flugeldasala björgunarsveitarinnar er einnig hafin og fer fram í húsnæði sveitarinnar að Vesturbraut 12b í Búðardal.
Þessa dagana vinnur sveitin að því að fá afhentan nýjan bíl í tækjaflotann sem að sögn formanns mun auðvelda til muna að draga og flytja búnað sveitarinnar, því er fjáröflun sveitinni mjög mikilvæg á næstu vikum.

Opnunartími flugeldasölu verður sem hér segir:
29. desember frá klukkan 14-19
30. desember frá klukkan 14-22
31. desember frá klukkan 10-16

Auk flugelda verða Rótarskot til sölu sem gefa af sér tré sem er gróðursett í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands.

Þá er hægt að skila dósum og flöskum í flugeldasöluna til að styrkja sveitina.

Einnig má styrkja björgunarsveitina með millifærslu á reikning: kt. 620684-0909 og rkn.nr. 0312-13-300062

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei