Við leitum að menningarverkefnum og skapandi verkefnum á Vesturlandi. Starfar þú innan skapandi greina á Vesturlandi? Vinnur þú að samfélagslega mikilvægu verkefni á Vesturlandi?
Taktu þátt í könnun sem gefur verkefninu þínu færi á að verða tilviksrannsókn fyrir IN SITU rannsóknaverkefnið á Vesturlandi. Þeir sem skrá verkefni til leiks eiga möguleika á 5000 evra samningi við rannsóknina og margvíslegum stuðningi við verkefnaframkvæmd.
Hægt er að taka þátt í könnuninni til miðnættis annars júní 2023.
IN SITU rannsóknin er styrkt af Horizon sjóði Evrópusambandsins.
Frekari upplýsingar og könnunina sjálfa er að finna hér: https://s.chkmkt.com/?e=304104&h=B85D75A518E255F&l=is
Tilgangur IN SITU rannsóknaverkefnisins er að auka skilning á formgerð, ferlum og stjórnun fyrirtækja í skapandi greinum í dreifbýli í Evrópu. Skoðað verður hvernig efla megi nýsköpun hjá frumkvöðlum og fyrirtækjum í skapandi greinum og stuðla með því móti að aukinni samkeppnishæfni og sjálfbærni landsbyggða.
IN SITU er samstarfsverkefni þrettán háskóla og rannsóknastofnana í Evrópu, styrkt af af Horizon sjóð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Vesturland er eitt af sex tilraunasvæðum IN SITU verkefnisins og er stýrt af rannsóknarteymi Háskólans á Bifröst. Önnur tilraunasvæði eru í Króatíu, í stjórn rannsóknarteymis Kultura Nova Foundation, í Lettlandi í stjórn rannsóknarteymis Lettnestu menningarakademíunnar, á Írlandi í stjórn rannsóknarteymis Háskólans í Galway (UG), á Azoreyjum í Portúgal, í stjórn rannsóknarteymis Háskóla Azoreyja, og í Finnlandi undir stjórn rannsóknarteymis Háskólans í Turku.
Aðrir samstarfsaðilar IN SITU verkefnisins eru Evrópunet menningarmiðstöðva (ENCC) í Belgíu, Nýsköpunar og þekkingarsetri (e. Mondragon Innovation & Knowledge) Mondragon Háskóla á Spáni, Leiklistar og kvikmyndaakademíunnar (e. National Academy of Theatre and Film Arts „Kr. Saratov“) í Búlgaríu, Landbúnaðar-, matvæla- og umhverfisstofnun Frakklands, Háskólanum í Hildesheim í Þýskalandi; og Utrecht Háskóla í Hollandi, og Rannsóknarsetur félagsvísinda, lista og hugvísinda Coimbra Háskóla í Portúgal, sem er samhæfingaraðili rannsóknarinnar.
Fyrir frekari upplýsingar:
Heimasíða IN SITU tilraunasvæðisins á Vesturlandi: https://www.bifrost.is/forsida/in-situ
Heimasíða IN SITU rannsóknarinnar: https://insituculture.eu/