Ólafsdalshátíð á sunnudag tókst afbragðsvel í góðu veðri. Daginn áður var haldið vel sótt námskeið „Grænmeti og góðmeti“ og þar var einnig dagská fyrir börn þátttakenda.
Stjórn Ólafsdalsfélagsins vill þakka bæði þeim sem styrktu félagið með því að gefa vinninga og þeim sem keyptu miða í happdrættinu á Ólafsdalshátíðinni.
Þetta er annað árið sem félagið stendur fyrir happdrætti á Ólafsdalshátíð og er ágóðanum varið í að bjóða upp á Leikhópinn Lottu fyrir yngstu kynslóðina og vönduð tónlistaratriði.
Vinningar á eftirtalin númer gengu ekki út þegar dregið var í happdrættinu; 49, 175, 176, 203 og 276. Vinningshöfum er bent á að hafa samband við Ingveldi Guðmundsdóttur í síma 893 7528 / 434 1528 eða senda tölvupóst á ing.gudm@gmail.com
Þrjú námskeið til viðbótar eru á næstunni á vegum Ólafsdalsfélagsins. Námskeið um sushi og þara verður 20. ágúst, ostagerð 3. september og torfhleðslunámskeið 3.-4. september.
Opið verður í Ólafsdal kl. 13-17 alla daga fram til 21. ágúst.