Leikskólakennari/leiðbeinandi

SveitarstjóriFréttir

Auðarskóli leitar að metnaðarfullum, jákvæðum og skapandi starfsmönnum með þekkingu og áhuga á skólastarfi ! 

Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er eini þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Einkunnarorð skólans eru Ábyrgð-Ánægja-Árangur.

Menntunar- og hæfniskröfur kennara:

  • Leyfisbréf kennara, önnur uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
  • Lipurð og færni í samskiptum og samvinnu
  • Jákvæðni og sveigjanleiki
  • Stundvísi, reglusemi og skipulögð vinnubrögð
  • Mjög góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands, Félag leikskólakennara.

Fáist ekki menntaður kennari í stöðu sem auglýst er, er heimilt að ráða annan í stöðuna og ræður hæfni umsækjanda þar um. Önnur uppeldismenntun og/eða reynsla er þá metin.

Nánari upplýsingar veitir Herdís Erna Gunnarsdóttir, skólastjóri, í síma 4304757. Senda má fyrirspurn á netfangið: herdis@audarskoli.is. Umsóknir á að senda á sama netfang.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei