Moses Hightower

DalabyggðFréttir

Stofutónleikar hljómsveitarinnar Moses Hightower verða að Nýp á Skarðsströnd fimmtudaginn 18. ágúst kl. 20:30.
Íslenski sálarkvartettinn Moses Hightower sló óvænt í gegn á síðasta ári með Búum til börn. Textar og tónlist sveitarinnar er öll frumsamin.
Hljómsveitina skipa þeir Andri Ólafsson sem syngur og spilar á bassa, Daníel Friðrik Böðvarsson gítarleikari, Magnús Trygvason Eliassen á slagverk og Steingrímur Karl Teague sem syngur og spilar á hljómborð.
Aðgangseyrir er 1.500 kr. Allir eru velkomnir.

Heimasíða Nýpurhyrnu

Facebook síða Moses Hightower

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei