Jólatré og kaffihúsakvöld

DalabyggðFréttir

Í ár bjóðum við upp á smá nýbreytni sem við vonum að mælist vel fyrir.

Skátafélagið Stígandi í samstarfi við Dalabyggð bjóða íbúum sem og öðrum að vera viðstödd þegar ljósin verða tendruð á jólatrjám í þorpinu. 

Dagskrá hefst við Silfurtún kl.16:30 þar sem verður tendrað á fyrra trénu, dansað og sungið. Í framhaldi verður ljósganga að næsta tré við Auðarskóla þar sem ljósin verða einnig tendruð.
Það væri gaman ef þið eigið t.d. rafmagnskerti að vera með þau í göngunni.
Sögur segja að bræður úr fjöllunum muni kíkja í heimsókn, jafnvel með poka með sér.

Við minnum ykkur á að koma klædd eftir veðri til að geta tekið þátt úti.
Munum að börn eru á ábyrgð forráðamanna.

Þegar tendrun ljósa á trjám er lokið hefst kaffihúsakvöld Auðarskóla.
Þar verður boðið upp á kakó og góðgæti ásamt skemmtiatriðum og sýningu á verkum nemenda. 

Fyrirhuguð dagskrárlok eru um kl.19:00

Aðgangseyrir að kaffihúsakvöldi:
Almennt – 1.500kr.-
Eldri borgarar – 1.000kr.-
(með miða fylgir einn happdrættismiði)
Happdrættismiði – 200kr.-

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei