Starfsmenn frá Römpum upp Ísland hafa unnið í Búðardal sl. daga og luku í morgun við uppsetningu rampa sem koma í þessari atrenu. Settir voru upp þrír rampar, tveir við leikskóla Auðarskóla og einn við Vínlandssetrið.
Átakið „Römpum upp Ísland“ stefnir að því að byggja 1.500 rampa í þágu hreyfihamlaða fyrir miðjan mars 2025.
Það er einstaklega ánægjulegt að Dalabyggð fái að vera með í átakinu og vonandi að þessi áfangi verði hvatning til að huga áfram að betra aðgengi fyrir alla, um allt hérað. Þau skref sem voru tekin hér í dag verða til þess að bæta aðgengi hreyfihamlaðra að leikskólanum, hvort sem um nemendur, foreldra eða aðra ættinga er að ræða sem og aðgengi ferðamanna að sögusýningu og þjónustu í Vínlandssetrinu.
Við færum starfsfólki Römpum upp Ísland kærar þakkir fyrir góða samvinnu og fagleg vinnubrögð. Kolur ehf. gaf flutning á hellunum vestur og Steypustöðin – námur ehf. lagði til hellusand og er þeim þakkað fyrir það framlag til verkefnisins.
Þeir sem vilja kynna sér átakið betur geta gert það hér: Römpum upp Ísland