Tillaga að breytingu aðalskipulags í landi Ljárskóga

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti þann 16 maí 2024 að auglýsa tillögu að breytingu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 í landi Ljárskóga til auglýsingar ásamt tillögu að deiliskipulagi.

Aðalskipulagsbreytingin felur í sér breytingu á svæði fyrir frístundabyggð F23 í landi Ljárskóga og gerir ráð fyrir tveimur nýjum svæðum fyrir verslun- og þjónustu á Ljárskógarströnd, VÞ-18 og VÞ19, þar sem áform eru um ferðaþjónustu. Breytingartillagan er aðgengileg í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á slóðinni https://skipulagsgatt.is/issues/2023/519

Samtímis er auglýst tillaga að deiliskipulagi á Ljárskógaströnd sem tekur til verslunar- og þjónustulóðanna. Deiliskipulagstillagan er aðgengileg í Skipulagsgátt á slóðinni https://skipulagsgatt.is/issues/2024/774

Athugasemdum má skila skriflega undir viðkomandi mál í Skipulagsgátt eða til skipulagsfulltrúa í netfangið skipulag@dalir.is  Athugasemdafrestur er til 2. ágúst 2024

 

Skipulagsfulltrúi Dalabyggðar.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei