Breyting á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 í landi Ljárskóga

DalabyggðFréttir

Byggðaráð Dalabyggðar samþykkti þann 8. ágúst 2024 tillögu að breytingu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032, í landi Ljárskóga. Tillagan var auglýst frá 19. júní til 2. ágúst 2024 í skipulagsgátt – https://skipulagsgatt.is/issues/2023/519/process

Umsagnir bárust frá Breiðafjarðarnefnd, Náttúrufræðistofnun Íslands, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Brugðist var við ábendingum í umsögnum Breiðafjarðarnefndar, N.Í. og UST með eftirfarandi breytingum í greinargerð:

Í kafla 3 er bætt inn í skipulagsákvæði fyrir VÞ-18, VÞ-19 og F23 að við útfærslu byggðar skuli einnig taka mið af verndargildi vistgerða. Einnig er bætt inn í kaflann að við útfærslu deiliskipulags skuli miða að því að uppbygging hafi ekki neikvæð áhrif á selalátur. Í umfjöllun um núll-kost í kafla 4.5 er bætt inn að hann hafi einnig jákvæð áhrif.

Breytingartillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Skipulagsfulltrúi Dalabyggðar

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei