DalaAuður opnar fyrir umsóknir 10. desember!
Síðasta úthlutun Frumkvæðissjóðs
Ertu með hugmynd að verkefni? Langar þig til dæmis að efla list og menningu í Dölunum eða langar þig að miðla sögunni með nýstárlegum hætti? Ertu með viðskiptahugmynd? Eða langar þig að virkja samfélagið eða ákveðna hópa innan þess með nýjungum í félagsstarfi?
Opnað verður fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs 10. desember n.k. og er skilafrestur umsókna til 20. janúar, kl. 12.00 að hádegi.
Þetta er síðasta úthlutun úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs, þannig að nú er tækifærið til að prófa að sækja um styrk fyrir verkefni sem geta bætt og auðgað Dalina.
Aðstoð veitir Linda Guðmundsdóttir. Síminn hjá henni er 7806697 og netfangið er linda@ssv.is Skrifstofa hennar er í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar, Miðbraut 11, Búðardal.
Endilega gefið ykkur góða tíma í að móta hugmyndirnar ykkar og leitið aðstoðar til hennar vegna umsóknarskrifa þegar opnað hefur verið fyrir umsóknir.
Á vef SSV eru nánari upplýsingar um frumkvæðissjóðinn, úthlutunarreglur o.fl. honum tengt og hvetjum við alla umsækjendur til að skoða gögnin vel. Athugið að búið er að uppfæra úthlutunarreglur og eru nú allir styrkir greiddir út í tvennu lagi, óháð upphæð: DalaAuður