Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenn – haustönn

DalabyggðFréttir

Sveitarfélagið Dalabyggð mun á nýju ári færa umsókn um frístundastyrk inn í kerfi SportAbler. Þannig mun birtast valmöguleiki fyrir foreldri til að nýta styrkinn þegar barn er skráð á námskeið hjá félögum sem starfa í Dalabyggð eða á tímabundin námskeið sem boðið er upp á í sveitarfélaginu og leyfi hefur fengist fyrir að nýta styrkinn til. 

Þar sem innleiðingu er ekki lokið verður frístundastyrkur fyrir haustönn 2024 afgreiddur líkt og síðustu ár. 

Til að fá frístundastyrk fyrir börn á aldrinu, 3 til 18 ára greiddan þarf að skila umsókn ásamt greiðslukvittunum til skrifstofu Dalabyggðar eigi síðar en 15. desember. 

Umsóknareyðublað fyrir frístundastyrk

Reglur um frístundastyrk Dalabyggðar

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei