Ný íbúagátt – „Mínar síður“

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hafa borist ábendingar um að íbúagátt eða svokallaðar „Mínar síður“ væru ekki aðgengilegar á vef sveitarfélagsins. 

Ástæðan er sú að verið var að uppfæra kerfið samhliða breytingum á bókhaldskerfi sveitarfélagsins. 

Nú á íbúagáttin að vera komin í lag og íbúar geta því skráð sig inn á „Mínar síður“ til að skoða yfirlit yfir greiðslur m.a. vegna fasteignagjalda, leigu félagsheimila, gjöld tengd skólamálum og ýmsa aðra reikninga frá sveitarfélaginu, nokkur ár aftur í tímann. 

Við biðjum íbúa um að hafa samband við Jóhönnu á netfangið johanna@dalir.is ef kerfið er ekki að virka sem skyldi. 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei