Markmið námsins er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni.
Helstu námsgreinar eru stærðfræði, íslenska, enska, danska, bókfærsla, tölvu- og upplýsingatækni ásamt námstækni. Nemendur sem ljúka námi í Menntastoðum eiga kost á því að sækja um nám á Háskólabrú Keilis. Nám á Háskólabrú er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna.
Nám í Menntastoðum kostar 116.000 kr. Hægt er að sækja um styrki hjá stéttarfélögum fyrir skólagjöldum. Einnig geta atvinnuleitendur sótt um námsstyrk hjá Vinnumálastofnun vegna námsins.
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Helgu Lind verkefnastjóra hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands – helgalind@simenntun.is
Umsóknarfrestur er til 17. september.