Níu verkefni hljóta styrk úr Menningarmálaverkefnasjóði

DalabyggðFréttir

Á fundi menningarmálanefndar í gær, 15. janúar voru teknar fyrir umsóknir sem bárust í Menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar fyrir árið 2025.

Samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins skal úthlutunin fara fram fyrir þann 1. febrúar ár hvert. Auglýst var eftir umsóknum 10. desember 2024 til og með 10. janúar 2025.

Í þetta sinn bárust 14 umsóknir, til úthlutunar voru 1.000.000 kr.-

9 verkefni hljóta styrk að þessu sinni:

  • Jón Egill Jóhannsson – Er líða fer að jólum 2025 = 250.000 kr.-
    Jólatónleikar í Dalabúð á aðventu 2025
  • History up Close – Námskeið í fornu handverki = 170.000 kr.-
    Tvö námskeið sem fjalla um fornt handverk, fókus annars vegar á tré og hins vegar á ull.
  • Hollvinahópur Grafarlaugar f.h. Umf. Æskan – Upplýsingaskilti við Grafarlaug = 150.000 kr.-
    Skilti sem gerir Grafarlaug skil, greint frá tilurð og sögu laugarinnar.
  • Sælukotið Árblik, Guðrún Esther Jónsdóttir – Jólaball í Árbliki = 100.000 kr.-
    Jólaball í desember 2025, dansað, sungið og tekið á móti jólasveinum.
  • Berghildur Pálmadóttir – Sögur úr sveitinni = 80.000 kr.-
    Myndskreyttar bækur fyrir börn á aldrinum 0-8 ára sem fjalla um dýr og daglegt líf í sveitinni.
  • Guðmundur R. Gunnarsson – Davíðsmót = 70.000 kr.-
    Spilaður verður tvímenningur í bridge.
  • Atli Freyr Guðmundsson – D&D í Dölunum = 60.000 kr.-
    Spunaspilið Dungeons & Dragons fyrir ungt fólk.
  • Jasa Baka – Dala stúlka = 60.000 kr.-
    Verkstæði fyrir keramikflísar í tengslum við skúlptúrinn Dala Stúlka.
  • Kristján E. Karlsson – Ásýnd Dalanna = 60.000 kr.-
    Ljósmyndasýning, ljósmyndir af svæðinu og daglegu lífi.

Menningarmálanefnd Dalabyggðar þakka fyrir innsendar umsóknir sem voru af öllum stærðum og gerðum.

Íbúar eru hvattir til að njóta þeirra verkefna sem hlutu styrk að þessu sinni.

Næst verður opnað fyrir umsóknir í Menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar í lok árs. Nánari upplýsingar um sjóðinn og aðstoð við umsóknir veitir Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Dalabyggð – johanna@dalir.is

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei