Fimmtudaginn 27. febrúar var úthlutað úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs í fjórða sinn. Viðburðurinn var haldinn á vinnustofu Guðrúnar Jóhannsdóttur á Stóra Múla að þessu sinni.
Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir bæði samfélagseflandi verkefni og nýsköpun í Dalabyggð. Til úthlutunar voru 19.250.000 krónur og fengu 30 verkefni styrk. Það er gífurlega ánægjulegt að sjá hve mikil gróska er í Dalabyggð. Verkefnin sem hlutu styrk eru fjölbreytt en eiga það öll sameiginlegt að leggja áherslu á að efla samfélagið í Dölunum á einn eða annan hátt. Verður spennandi að fylgjast með framvindu þeirra allra á næstu mánuðum.
Á viðburðinum voru haldnar tvær kynningar á verkefnum. Annars vegar kynntu Ingibjörg Jóhannsdóttir og Jóhanna Sigrún Árnadóttir verkefni sem gönguhópurinn Dalamannabrölt stendur fyrir. Hópurinn hefur einsett sér að stika og merkja gönguleiðir í Dölunum og gera þær aðgengilegar fyrir bæði íbúa og gesti. Vinnan er öll í höndum áhugasamra sjálfboðaliða og eru allir áhugasamir hvattir til að taka þátt í þessu átaki.
Katrín Dröfn Guðmundsdóttir sagði síðan frá nýsköpunarverkefni sem ber nafnið Túngarðs-tágar. Tágar eru notaðar í ýmsan varning. Katrín greindi frá því að áhugi hennar á viðfangsefninu kviknaði þegar hún rak sig á það að erfitt var að fá tágar á Íslandi. Ákvað hún þá að fara í framleiðslu á þeim en engin slík er á landinu. Þetta er langtímaverkefni sem taka mun nokkur ár að byggja upp en fyrirhuguð tágaframleiðsla verður í Túngarði á Fellsströnd.
Eftirtaldin verkefni hlutu styrk úr
Frumkvæðissjóði DalaAuðs árið 2025:
- Davíðsmót
Guðmundur Gunnarsson
50.000 kr.
- Músík bingó
Sælukotið Árblik
50.000 kr.
- Prjónakaffi
Guðrún Elísabet Jóhannsdóttir
130.000 kr.
- Jólamarkaður
Sælukotið Árblik
145.000 kr.
- List í Stóra-Vatnshornskirkju
Sóknarnefnd Stóra-Vatnshornskirkju
175.000 kr.
- Íslensku jólasveinarnir eru úr Dölunum – afhjúpun
Kruss menningarsmiðja ehf
200.000 kr.
- Er líða fer að jólum 2023.
Alexandra Rut Jónsdóttir
300.000 kr
- Dala Stúlka
Jasa Baka
300.000 kr
- Geitafiða – afurð úr Dölunum
Guðrún Elísabet Jóhannsdóttir og Halla Sigríður Hrefnu Steinólfsdóttir
350.000 kr
- Listviðburðir í Dalíu
D9 ehf
400.000 kr
- Staðarhóll
Sturlufélagið
500.000 kr
- Hrymur – plöntuframleiðsla
Hólshlíð ehf
500.000 kr
- Göngustígar, merkingar og áningarstaðir
Ingibjörg Jóhannsdóttir og Jóhanna Sigrún Árnadóttir
500.000 kr
- Heitur reitur, heitur matur – allt sem skáti þarf
Skátafélagið Stígandi
500.000 kr
- Jólasveinasafn
Guðlaugur S. Sigurgeirsson ehf
600.000 kr
- Ásmundarsetur
Kristján E. Karlsson
600.000 kr
- Hátæknirækt
Skoravík ehf
700.000 kr
- Dalverjans lönd – 1. Skyggnst um af Skeggöxl
Eyþór Ingi Jónsson
750.000 kr
- Uppsetning á leikverki og námskeið
Leikklúbbur Laxdæla
800.000 kr
- Dalamey
Sigurdís Sóley Lýðsdóttir
900.000 kr
- Kortlagning á óáþreifanlegum menningararfi í Dölunum
Glimrandi ehf
900.000 kr
- Sögukort Dalanna. Vefur, kort, skilti.
Rain Adriann Mason
900.000 kr
- Dagverðarneskirkja – áfangastaður utan alfararleiðar
Bára Sigurðardóttir
1.000.000 kr
- Dalahvítlaukur
Svarthamar Vestur ehf.
1.000.000 kr
- Aðgengi skóga í Dalabyggð
Skógræktarfélag Dalasýslu
1.000.000 kr
- Endurspeglun
Kruss menningarsmiðja
1.000.000 kr
- Túngarðs-tágar
Katrín Dröfn Guðmundsdóttir
1.000.000 kr
- Grafarlaug – hitastýring og öryggi
Hollvinahópur Grafarlaugar
1.300.000 kr
- Ræktun í Bokashi jarðvegi
Anna Berglind Halldórsdóttir og Ólafur Bragi Halldórsson
1.300.000 kr
- Ullarverslun og vefverslun
Rauðbarði ehf
1.400.000 kr