Verkefnið DalaAuður framlengt um ár

DalabyggðFréttir

DalaAuður hófst árið 2022 og er núverandi samningur í gildi til lok árs 2025. Sveitarstjórn Dalabyggðar óskaði eftir áframhaldandi samstarfs vegna verkefnisins fyrir áramót og hefur Byggðastofnun ákveðið að framlengja verkefnið um eitt ár eða til ársloka 2026.

DalaAuði er ætlað að veita byggðalaginu innspýtingu, með því að hvetja til nýsköpunar í Dalabyggð og efla frumkvæði íbúa í samfélagslegum verkefnum. Með framlengingu verkefnisins verður hægt að fylgja betur eftir verkefnum sem hafin eru og stuðla að því að gróskan sem hefur sprottið upp úr þátttöku íbúa í DalaAuði verði sjálfbær.

Eru þetta virkilega jákvæðar fréttir en í síðustu viku, eða fimmtudaginn 27. febrúar var úthlutað úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs í fjórða sinn.

Hægt er að kynna sér verkefnið DalaAuður á heimasíðu SSV: Brothættar byggðir – DalaAuður og á heimasíðu Byggðastofnunar: Dalabyggð – Byggðastofnun

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei