Nýjar ráðleggingar um mataræði

DalabyggðFréttir

Embætti landlæknis hefur gefið út uppfærðar ráðlegginga um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri.

Með hollu og góðu mataræði má draga úr líkum á hinum ýmsum lífsstílssjúkdómum svo sem hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og krabbameini.

Nýju ráðleggingarnar leggja höfuðáherslu á eftirfarandi þætti:
• Njótum fjölbreyttrar fæðu með áherslu á mat úr jurtaríkinu
• Veljum grænmeti, ávexti og ber oft á dag
• Veljum heilkorn, helst þrjá skammta á dag
• Veljum fisk, baunir og linsur oftar en rautt kjöt – takmörkum neyslu á unnum kjötvörum
• Veljum ósætar og fituminni mjólkurvörur daglega
• Veljum fjölbreytta og mjúka fitugjafa
• Takmörkum neyslu á sælgæti, snakki, kökum, kexi og sætum drykkjum
• Minnkum saltið – notum fjölbreytt krydd
• Veljum vatn umfram aðra drykki
• Forðumst áfengi – engin örugg mörk eru til
• Tökum D-vítamín sem bætiefni daglega

Hægt er að nálgast bæklingin hér.

Fyrir áhugasama má horfa á kynningarfundin í heild sinni hér.

 

-Lýðheilsufulltrúi Dalabyggaðar 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei