Hollvinasamtök Dalabyggðar auglýsa eftir styrkumsóknum.
Tilgangur samtakanna er að styðja við verkefni í Dalabyggð er varða eflingu byggðar, atvinnulífs og menningar eða eru af því tagi að standa vörð um sögu og starf svæðisins.
Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir með lögheimili í Dalabyggð.
Hámarksstyrkur 2025 er 100.000 kr.- á hvert verkefni.
Umsóknum skal skila á netfangið: hvs.dalir@gmail.com
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Opið fyrir umsóknir til og með 8. apríl nk.
Hægt er að kynna sér úthlutunarreglur hér: Úthlutunarreglur Hollvinasamtaka Dalabyggðar