Nýjasta örsýningin á Héraðsbókasafni Dalasýslu er „Bókamerki í gegnum tíðina“. Til sýnis er allskonar sem fólk hefur notað til að hjálpa sér að finna hvaða blaðsíðu það las síðast.
Einnig minnum við á að frækassinn, Dalafræ, skipt og skundað, er kominn á sinn stað. Hugmyndin gengur út á að fólk getur komið með afgangsfræ og/eða umframmagn af fræjum, skilið eftir í þessum kassa og aðrir notið góðs af og skipt út ef fræbankinn geymir eitthvað sem viðkomandi á ekki. Ekki er skilyrði að eiga fræ til að skipta.
Opið í dag, þriðjudag til 17:30