Endurbirt til upplýsingar
Dalabyggð auglýsir lausar lóðir samkvæmt deiliskipulagi til úthlutunar.
Íbúðahúsalóðir ætlaðar ýmist fyrir einbýlishús, parhús eða raðhús. Um er að ræða lóðirnar Ásuhvammur 1, 3, 6, 8 og 10, Bakkahvammur 2, 13, 20-26 og 28-34 ásamt Lækjarhvammi 24 og 26.
Deiliskipulag – Hvammar íbúðarsvæði
Hesthúsalóðir sem um ræðir standa við Hófavelli, Hófasel og Hófatún, alls 5 lóðir. Þær eru ætlaðar fyrir hesthús með gerði, heimilt er að reisa hesthús með áfastri hlöðu.
Deiliskipulag hesthúsahverfis
Aðrar íbúðarlóðir í Búðardal (norðan og sunnan Miðbrautar) eru á lokametrum skipulagsferlis og munu verða auglýsar þegar skipulagið hefur verið birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Á undirsíðu um lausar lóðir má nálgast gagnlegar upplýsingar vegna lóða- og byggingamála: Lausar lóðir
Fyrir áhugasama sem vilja kynna sér búsetu í Dalabyggð má nálgast upplýsingar fyrir nýja íbúa hér: Nýir íbúar
Reglur og eyðublað fyrir umsókn um lóð má nálgast hér:
Reglur um úthlutun lóða
Umsókn um lóð
Umsóknarfrestur var til og með 30. júní sl. en þær lóðir sem ekki voru afhentar í framhaldi af þeirri auglýsingu eru hér með lausar til umsóknar.