Nú er haustið komið, skólinn byrjaður á fullu og fullt af nýjum bókum fyrir börn á bókasafninu. Hvetjum foreldra og forráðamenn einnig til að vera fyrirmyndir í lestri og kíkja á úrvalið. Róleg stund á bókasafninu er ókeypis og góð samvera.
Þá barst Héraðsbókasafni Dalasýslu gjöf á dögunum. Þær Daníella og Anna frá Fellsenda komu færandi hendi og gáfu bókasafninu taupoka sem þær saumuðu í sumar. Virkilega vel þegin gjöf sem gladdi bókavörð ómælanlega, er þeim þakkað kærlega fyrir þessa hugulsömu gjöf.
Opnunartímar
Þriðjudagar kl. 12:30-17:30
Fimmtudagar kl. 12:30-17:30
Bókasafnið er lokað beri almenna frídaga upp á opnunardaga.
Árskort kostar ekkert fyrir íbúa frá 1. janúar – 31. desember 2025.