Sameiningarviðræður: Bæklingur, fundir og fleira

DalabyggðFréttir

Kynningarbæklingur vegna íbúa kosninga um sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar er farinn af stað í dreifingu og á að berast heimilum í báðum sveitarfélögum. Það er tekið fram að ef heimili hefur afþakkað fjölpóst og fríblöð þá kemur bæklingurinn ekki þangað. Því er honum einnig deilt hér á rafrænu formi fyrir þá sem vilja kynna sér innihald hans. 

Bæklingurinn er aðallega til að byrja að kynna fyrirkomulag kosninganna ásamt smá samantekt um sveitarfélögin og líkleg áhrif sameiningar: Kynningarbæklingur – rafrænn

 

Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna sveitarfélaganna tveggja, sem hafa tekið þær til umræðu. Álitið má lesa hér: Álit samstarfsnefndar

 

Eins og auglýst var á heimasíðum sveitarfélaganna var viðmiðunardagur kjörskrár vegna íbúakosningar 6. nóvember sl. og þurfti tilkynning um nýtt lögheimili þarf því að hafa borist Þjóðskrá fyrir klukkan 12 á hádegi 6. nóvember.

 

Þá bendum við á að næstu fundir er varða kynningar á tillögu um sameiningu og álit samstarfsnefndar verða sem hér segir:

Dalabyggð: Mánudaginn 17. nóvember kl. 17:00 í Dalabúð í Búðardal

Húnaþing vestra: Þriðjudaginn 18. nóvember kl. 17:00 í Félagsheimilinu Hvammstanga

 

Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar og Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra voru tekin tali fyrir nýtt Bændablað sem kom út í vikunni (sjá bls. 10).

Blaðið í heild má nálgast hér: Bændablaðið 20. tölublað 2025 eða á heimasíðu blaðsins: www.bbl.is

Einnig minnum við á upplýsingasíðu sameiningarviðræðanna: www.dalhun.is

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei