Dalabyggð auglýsir lausa til umsóknar stöðu umsjónarmanns félagsheimilisins Dalabúðar.
Umsjónarmaður Dalabúðar hefur umsjón með morgunverði og hádegisverði skólabarna og frágangi í lok dags auk þrifa húsnæðisins. Umsjónarmaður heldur utan um skipulagningu útleigu Dalabúðar í samráði við sveitarstjóra. Vinnutími er að jafnaði alla virka daga frá kl. 8:00 til 16:00 auk yfirvinnu í tengslum við útleigu.
Um er að ræða skemmtilegt starf í lifandi umhverfi.
Leitað er eftir úrræðagóðum og skipulögðum einstaklingi sem á gott með að umgangast fólk og vinna sjálfstætt.
Umsóknarfrestur er til 20. október nk.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu sveitarfélagsins Miðbraut 11 370 Búðardal í umslagi merkt „Starfsumsókn“ eða á tölvupósti: grimur@dalir.is
Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
Kjör eru samkvæmt kjarasamning LN og viðkomandi stéttarfélags
Allar nánari upplýsingar veitir Grímur Atlason sveitarstjóri í síma 4304700 á skrifstofutíma.