Útboð á laxveiði í Krossá á Skarðsströnd

DalabyggðFréttir

Veiðifélag Krossár á Skarðsströnd leitar hér með tilboða í lax- og silungaveiði á starfsvæði félagsins fyrir árin 2012, 2013 og 2014, samkvæmt fyrirliggjandi útboðsskilmálum og upplýsingum.
Krossá er á Skarðsströnd í Dalabyggð í fögru umhverfi og í rúmlega 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Veitt er á flugu og maðk á tvær stangir frá 1. júlí til 25. september.
Útboðsgögn má nálgast hjá Landssambandi veiðifélaga og skrifstofu Bændasamtaka Íslands, Bændahöllinni v/ Hagatorg, 107 Reykjavík, sími 563 0300. Einnig má nálgast útboðsgögn hjá formanni Veiðifélags Krossár, Trausta V. Bjarnasyni, sími 434 1420 / 663 1420.
Áskilið er að tilboðum sé skilað á tilboðsformi sem fylgir útboðsgögnum.
Tilboðum skal skilað til formanns Veiðifélags Krossár, Trausta V. Bjarnasonar á Á, 371 Búðardalur. Frestur til að skila tilboðum rennur út þriðjudaginn 30. nóvember 2010.
Tilboðin verða opnuð laugardaginn 4. desember 2010, kl. 13:00, í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.
Fyrir hönd Veiðifélags Krossár,
Trausti V. Bjarnason
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei