Auglýsing um lýsingu deiliskipulags í Ólafsdal

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fund sínum þann 17. október að auglýsa lýsingu á nýrri deiliskipulagstillögu skv. 1.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lýsing deiliskiplagstillögu felur í sér eftirfarandi:
Ólafsdalur í Gilsfirði er meðal merkustu sögu-, menningar- og minjastaða á Vesturlandi við Breiðafjörð. Viðfangsefni deiliskipulagsins er endurreisn og verndun bygginga og menningarlandslags í Ólafsdal. Miðað er við að öll húsin verði í framtíðinni nýtt til þjónustu ferðamanna. Með endurbyggingu og endurgerð húsanna í Ólafsdal yrði menningar- og sögutengd ferðaþjónusta við Breiðafjörð styrkt til muna. Könnun verður gerð á jarðhita í Ólafsdal með það í huga að nýta hann til hitunar á húsunum.
Megin markmið deiliskipulagsins er að stuðla að varðveislu þeirra merku menningarheildar sem felst í sögu og tilvist Ólafsdals.
· Að endurbyggja þau hús og mannvirki sem uppi standa og sem áður stóðu og tengdust rekstri og sögu skólans.
· Að vernda og halda til haga jarðræktarsögu.
· Að vernda nátturlegt gróðurfar og stuðla að uppgræðslu sem hæfir nátturufari og sögu staðarins.
Lýsingin er birt á heimasíðu Dalabyggðar dalir.is, Skessuhorni, Bæjarins Besta og einnig á skrifstofu Dalabyggðar Miðbraut 11, 370 Búðardal. Upplýsingar eru einnig veittar hjá skipulagsfulltrúa Dalabyggðar á sama stað.
Kynning á lýsingu deiliskipulagstillögu verður í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar Miðbraut 11, Búðardal þriðjudaginn 15. desember nk. á milli 10:00 -14:00. Íbúar og hagsmunaðilar eru hvattir til að mæta.
Ábendingum við lýsingu skal skila skriflega til skipulags og byggingarfulltrúa Miðbraut 11, Búðardal á netfangið bogi @ dalir.is eigi síðar en 31. desember 2015.
Skipulags og byggingarfulltrúi
Bogi Kristinsson Magnusen

Deiliskipulag Ólafsdals

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei