Hjá MS Búðardal hefur verið flokkun á bylgjupappa og plasti í mörg ár. Með aðstoð aðila frá Gámaþjónustunni ehf. var stigið en lengra skref í flokkun á úrgangi til endurvinnslu 1. október 2009.
Allur úrgangur er flokkaður í 7 flokka til endurvinnslu og er skilað inn til Gámaþjónustunnar til endurnýtingar.
Flokkar til endurvinnslu:
1. Bylgjupappi og annar pappi
2. Glært/hreint plast
3. Litað plast og saltpokar
4. Umbúðir
5. Gæðapappír
6. Blandaður pappír
7. Plast brúsar
Við þessar breytingar hefur umfang af almennu sorpi sem til fellur frá fyrirtækinu minnkað um 60 – 70% með tilheyrandi sparnaði. Þessi góði árangur hefur náðst með jákvæðu viðhorfi starfsmanna til endurnýtingar.
Sævar Hjaltason,
Hreiðar Örn Gestsson Gámaþjónustu Vesturlands ehf
og Elísabet Svansdóttir
|